Í leikskólanum starfa 36 starfsmenn, mismunandi er hve langur vinnutími er hjá hverjum og einum.

Á Blómadeild starfa þessir starfsmenn:

Fullt nafn: Hulda Björk Svansdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Fædd og uppalin í Reykjavík en flutti á Hornafjörð árið 1988. Ég er menntuð leikskólakennari og lauk prófi árið 1997. Ég hef starfað sem deildarstjóri meira og minna síðan þá. Að vísu með tveimum barneignarhléum.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Bogamaður
Hver eru helstu áhugamálin þín? Fjölskylda, vinir, ferðast, útivera, syngja, og dansa.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Skaftafell og allt Hornafjarðarsvæðið vegna stórbrotinnar og fallegrar náttúru.
Uppáhaldsmatur? Humar

Fullt nafn: Helga Haraldsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd í Reykjavík en uppalin á Hornafirði. Ég er útskrifuð af Málabraut frá framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu(FAS). Ég byrjaði að vinna á leikskólanum Krakkakot í ágúst árið 2014
Í hvaða stjörnumerki ertu? Meyja
Hver eru helstu áhugamálin þín ? Fjölskyldan mín, vinirnir, og ferðalög
Uppáhaldsstaður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Uppáhaldsstaðurinn minn hérlendis er Hornafjörður. Þar er bæði svo fallegt en jafnframt er gott að vera hér.
Uppáhaldsmatur? Jólamaturinn, Humar, Pizza

Fullt nafn: Joanna Marta Skrzypkowska
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd 2. Apríl 1985 í Póllandi og er með B.A gráðu í ferðamálafræði. Eftir háskólanám fluttist ég til Hafnar í Hornafirði. Ég er giftist Ágústi Má Ágústssyni árið 2012 og saman eigum við tvö börn. Daníel sem er sex ára og Eydísi Diljá sem er fjögurra gömul. Ég er með íslenskan ríkisborgararétt og nýt þess að starfa á leikskólanum á Höfn enda er mjög gott að vera hér á Höfn.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Hrútur
Hver eru helstu áhugamálin þín? Eiga stundir með fjölskyldunni, lesa bækur, og horfa á kvikmyndir.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Mínir uppáhalds staður eru heimabæirnir mínir Wejherowo í Póllandi og Höfn á Íslandi. Ég reyni að komast til Wejherowo á tveggja ára fresti en þar er gott að vera til ná upp orku og eiga stundir með fjölskyldunni. Á Höfn hefur margt af því besta í lífinu átt sér stað.
Uppáhaldsmatur? Humar, Hrossakjöt, og Hangikjöt

Fullt nafn: Milana Basrak

Hver er þinn bakgrunnur? Ég er 31 ára og fæddist í bænum Novi grad í Bosníu Herzegovini. Ég kláraði Fas árið 2004. Ég er gift

Í hvaða stjörnumerki ertu? Krabbi

Hver eru helstu áhugamálin þín? Spila tennis en ég hef æft tennis í tólf ár, fara í göngutúra, hlusta á tónlist og þá sérstaklega klassíska.

Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Grikkland

Uppáhaldsmatur? Humar, Sarma, grænmetissúpa, cevapi, salat.


Á Stjörnudeild starfa:

Fullt nafn: Eyþór Grétar Grétarsson
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fæddur og uppalin í Reykjavík og þá að mestu leyti í Grafarvoginum. Ég er 31 árs gamall , giftur og á tvo drengi sem eru þriggja ára og sjö ára. Ég er með B.Ed gráðu af Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hef starfað á mörgum stöðum hvort sem með börnum,unglingum, fötluðum, ófötluðum, en þá má segja að öll mín störf tengjast fólki á einn eða annan hátt. Hef búið á Hornafirði í fimm mánuði.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsberi
Hver eru helstu áhugamálin þin? Hjólreiðar og íþróttir koma strax upp í hugann en annars hef ég gaman af ferðalögum sem og að vera bara heima að njóta mín t.d. spila íþróttaleiki eða horfa á gamlar kvikmyndir eða leiksýningu.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Margir staðir eru fallegir en eflaust eru þeir staðir fallegastir sem tengjast stóru viðburðunum í lífi manns t.d. fæðingardeild Landsspítalans, Valshöllin, og svo Langisandur á Akranesi. Hornafjörður þykir líka fallegur sem og margir aðrir staðir hérlendis. Í raun er hægt að finna fegurð á flest öllum stöðum landsins en auðvitað misjafnlega mikla. Erlendis er enginn sérstakur staður fallegri en annar eða hvað?
Uppáhalds matur? Fer eftir dögum en pitsur, nautakjöt, og Humar er góð blanda en í raun borða ég flest allt nema er mjög lítið fyrir bleikan fisk.

Fullt nafn: Kristján Vífill Karlsson
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fæddist 16 ágúst 1948 á Eskifirði. Ég er þriðji í röðinni af fimm systkynum. Ég fer svo á Stöðvarfjörð við sex ára aldur. Tólf ára er ég svo farinn að vinna og er meira og minna á sjó frá sautján ára aldri sem stýrimaður en ég er með minna skipstjórnarpróf en auk þess í þrjú ár í framhaldsskóla. Ég flyt svo árið 1974 til Hornafjarðar. Síðustu 23 árin hef ég svo unnið ýmiss störf hjá sveitafélaginu t.d. í sundlauginni, og Nýheimum. Ætlaði að vísu að vera hættur að vinna þegar ég varð 67 ára en var kominn í hlutastarf nokkrum mánuðum síðar.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Ljón
Hver eru helstu áhugamálin þín? Hef gaman af flestum íþróttum og var í meistaraflokki í knattspyrnu frá 14-35 ára aldurs. Þá byrjaði ég að stunda golfið og skíði. Hef ferðast mikið í tengslum við það t.d. farið í 10 skíðaferðir t.d. til Ítalíu, Austurrikis, Póllands, og farið síðustu alla páska í Oddskarðið síðustu tvo áratugi. Ég hef auk þess farið í nokkrar golfferðir .
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Innanlands er það Akureyri því þar er svo falllegt og auðvelt að stunda áhugamálin mín golf og skíði. Erlendis er það Spánn því þar er golfvöllurinn Valle del este en þangað hef ég farið fimm sinnum og kynnst fullt af fólki þar og átt ansi margar ánægjulegar stundir.
Uppáhaldsmatur? Léttsaltaður þorskhnakki en annars borða ég allt nema soðnar rófur.


Fullt nafn: Ferenc Szalai

Hver er þinn bakgrunnur? Ungverjaland, Györ. Ég var tungumálakennari í Ungverjalandi.

Í hvaða stjörnumerki ertu? Hrútur

Hver eru helstu áhugamál þín? Íþróttir, lesa, ferðalög, gönguferðir

Uppáhaldsstaður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Spánn

Uppáhaldsmatur? Pasta, gúllas


Fullt nafn: Arnbjörg Anna Rafnsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd og uppalin á Höfn. Ég er 35 ára og á eina dóttur sem er fædd árið 2012.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Meyja
Hver eru helstu áhugamálin þín? Útivist, hestar, og listmálun.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Geitafell er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er alltaf svo fallegt þar og gaman að koma þangað
Uppáhaldsmatur? Kjúklingur, Tortilla,og Humar.


Fullt nafn: Heiður Kristjana Sigurgeirsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Fædd og uppalin hér á Höfn og hef unnið á leikskólunum á Hornafirði(Lönguhólar og Krakkakot) frá því í nóvember árið 1998. Ég er gift og á fjögur börn og eitt barnabarn ásamt því að ég hef alltaf átt gæludýr.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Ljón
Hver eru helstu áhugamálin þín? Fara í ferðlög, borða góðan mat, og útivist með fjölskyldunni. Hef unnin að því að vera að gera eitthvað skemmtilegt úti í náttúrunni. Jafnframt hef ég mjög gaman af því að vera með börnum í leik og starfi.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Sumarbústaðurinn hennar mömmu sem er í Stafafellsfjöllum í Lóni. Það er alltaf svo gott að komast þangað.
Uppáhaldsmatur? Flest allur matur þykir mér mjög góður en kannski er indverskur matur hvað mest í uppáhaldi


Fullt nafn: Vigdís Ragnarsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Hornfirðingur í húð og hár fædd 30. júlí 1971. Er alin upp í Nesjunum. Flutti til Keflavíkur í 2 ár og kom svo aftur í des 1992 og hef verið hér síðan. Er gift honum Jóa mínum og eigum við 4 börn á aldrinum 14-26 ára. Svo á ég tvo hunda. Búin að vinna á Krakkakoti í 4 ári í ágúst og er að mennta mig í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Ljón
Hver eru helstu áhugamálin þín? Ég prjóna, sauma, hekla og föndra. Svo á ég hjólhýsi sem er mikið notað á sumrin og ferðumst innan lands, skreppum einstaka sinnum til útlanda.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Hornafjörður er nr. 1 en það eru margir staðir sem gaman er að koma á hérlendis. Finnst alltaf gaman að sjá nýja staði erlendis, enginn í sérstöku uppáhaldi.
Uppáhaldsmatur? Fiskur, gæti borðað fisk alla daga en borða annars flestan mat


Fullt nafn? Sólrún Sigurjónsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Uppalin á Litla Hofi í Öræfum. Fór í framhaldsskóla á Akranesi. Var á sjó í um sex til sjö ár. Búin að vinna á Krakkakoti í 9 ár.

Í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsberi

Hver eeru helstu áhugamálin þín? Hef gaman af allri útiveru og hreyfingu(keppti nokkrum sinnum í þrekmeistaranum). Á tvo hesta og hef gaman af því að fara á hestbak.

Uppáhaldsstaður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Öræfasveitin auðvitað :) Og Hornafjörðurinn:) Elska öll lönd sem er nóg af sól og hita.

Uppáhaldsmatur? Finnst flest allur matur góður


Á Mánadeild vinna:

Fullt nafn:Svava Mjöll Jónasar
Hver er þinn bakgrunnur? Fæddist í Reykjavík 15 apríl árið 1985 og er uppalin á Höfn
Í hvaða stjörnumerki ertu? Hrútur
Hver eru helstu áhugamálin þín? Líkamsrækt
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Finnst mjög gaman að fara Akureyrar en á engan uppáhalds stað erlendis.
Uppáhaldsmatur? Humar

Fullt nafn: Guðrún Ósk Gunnarsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er 20 ára Hornfirðingur. Ég útskrifaðist úr FAS árið 2016 og stefni á að fara í háskólanám haustið 2018. Ég er enn ekki búin að ákveða hvaða nám það verður.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsberi
Hver eru helstu áhugamálin þín?Ég hef gaman af íþróttum og þá sérstaklega körfubolta og fótbolta. Mér finnst líka gaman að lesa og að keyra um með háa tónlist.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Það er alltaf gaman að koma í Lónið. Ég var þar oft þegar ég var yngri en Pabbi minn er þaðan. Annars finnst mér alltaf mjög gott að vera bara heima, því heima er best
Uppáhaldsmatur? Stafasúpa


Fullt nafn: Lana Njavro

Hver er þinn bakgrunnur? Ég kem frá Metkovi´c, litlu þorpi í Króatíu. Ég er 25 ára, ég hef klárað fimm ára háskólanám í sérkennslufræðum með áherslu á talþjálfun. Ég trúi á að hamingjan sé í litlu hlutunum, svo að ég nýt mín í sólinni, hjá sjónum, tónlist og með börnum. Mér þykir vænt um börn og ég elska að vinna með þeim.

Í hvaða stjörnumerki ert þú? Bogamaðurinn

Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, njóta mín í náttúrunni, fara í gönguferð. Einnig finnst mér gaman af allskonar list og mér finnst gaman að teikna, mála, farða mig, naglalakka og gera allskonar hárgreiðslu.

Uppáhaldsstaður hérlendis/erlendis og hvers vegna. Uppáhaldsstaðurinn er Peljesac skaginn í Króatíu. Sumrin þar eru ótrúleg. Náttúran er falleg, friðsæl og róandi..þú getur notið alls þess á skaganum.

Uppáhaldsmatur? Pastcada, sarma, cevapi í somun með kajmak, burek og baklava.

Fullt nafn: Aðalheiður Fanney Björnsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég fæddist í Reykjavík. Uppalin á Stöðvarfirði fram til tíu ára aldurs en flutti þá hingað til Hafnar. Ég er menntuð sem leikskólakennari. Ég á eiginmann og fjögur börn. Stunda kúabúskap og rek gistiheimili meðfram öðrum störfum.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Fiskunum eða fædd 22 febrúar árið 1972.
Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst mjög gaman að syngja, jafnramt að hitta skemmtilegt fólk og skreppa til útlanda. Mitt aðaláhugamál er engu að síður fjölskyldan mín.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Hérlendis á Stöðvarfjörður sérstakan stað í hjartanu. Mér finnst yfirhöfuð mjög skemmtilegt að fara til útlanda. Heidelberg í þýskalandi á aðaventunni er uppáhalds.
Uppáhaldsmatur? íslenskt lambakjöt


Fullt nafn: Ann Marie-Louise Sara Johansson

Hver er þinn bakgrunnur? Ég ólst upp á bóndabæ í smálöndum í Svíþjóð. Foreldrar mínir áttu mjólkurbú og voru með skógrækt. Eftir grunnskólann fór ég í heimavistarskóla, rúmlega 200 km að heiman og ég fór bara heim aðra hverja helgi. Ég lærði náttúrufræði samhliða við landbúnað og var á hestabraut. Við erum tvö systkin ég og bróðir minn sem er þremur árum eldri en ég. Ég ferðaðist svolítið á árunum 2004 – 2012 en útskrifaðist sem Framhaldsskólakennari 2010.Ég flutti til Íslands 2010 og bý á Breiðabólstað í Suðursveit með kærastanum minum og 2 stelpunum okkar.

Í hvaða stjörnumerki ertu? Vog

Hver eru helstu áhugamálin þín? Garðyrkja, dýr, ferðast, jafnrétti, kennslufræði, umhverfismál, uppeldi, bridds, náttúruvernd

Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Nýja Sjáland. Ég hef komið þangað þrisvar bæði til að vinna og til að ferðast. Nýja Sjáland er gullfallegt land! Fólkið er mjög hlýlegt og skemmtilegt.

Uppáhaldsmatur? Grillaður grísahnakki, íslenskur humar, sænsk jarðarber á sumrin.


Á Skýjadeild vinna:

Fullt nafn:Hulda Valdís Gunnarsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd og uppalin á Hornafirði og er því Hornfirðingur í húð og hár. Ég á fjögur börn á aldrinum 5-24 ára.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Fiskar
Hver eru helstu áhugamálin þín? Líkamsrækt, útivist, og fjölskyldan
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Uppáhalds staðurinn minn er Hornafjörður. Það er vegna náttúrunnar, fegurðarinnar, og jöklana. Ef ég ætti að velja uppáhalds stað utanlands held ég að Pólland yrði fyrir valinu. Þar er mjög fallegt og mjög gott viðmót.
Uppáhaldsmatur? Humar

Fullt nafn: Berglind Ósk Borgþórsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Ég er í sambúð með Jóni Vilberg og við eigum eina stelpu sem heitir Eva María. Áður en ég byrjaði í leikskólanum Sjónarhóli þá vann ég á gistiheimilinu á Seljavöllum.

Í hvaða stjörnumerki ertu? Vog

Hver eru helstu áhugamálin þín? Ferðast og fjölskyldan

Uppáhaldsstaður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? London er minn uppáhaldsstaður. Mjög falleg og skemmtileg borg. Svo er Hornafjörður líka í miklu uppáhaldi því það er svo fallegur staður.

Uppáhaldsmatur? Nautasteik, sætar kartöflur og salat.

Fullt nafn:Kamilla Rún Ingudóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er tvítug og á einn son sem heitir Viktor Gauti
Í hvaða stjörnumerki ertu? Naut
Hver eru helstu áhugamálin þín? Söngur hefur alltaf verið mitt helsta áhugamál og mun líklegast alltaf verða það.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Ég á engan sérstakan uppáhalds stað en ég á margar góðar minningar sem ég tengi við ákveðna staði.

Uppáhaldsmatur? Kjötsúpa hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér


Fullt nafn: Sonja Garðarsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Fædd í Reykjavík og uppalin á Hornafirði

Í hvaða stjörnumerki ertu? Vog

Hver eru helstu áhugamálin þín? Fjölskyldan, vinir

Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hver vegna? Þórsmörk, hún er einfaldlega einstök náttúruperla.

Uppáhaldsmatur? Villibráð


Fullt nafn: Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er 22 ára og útskrifaðist frá FAS árið 2015. Ég er fædd í Reykjavík en flutti með fjölskyldunni minni til Hafnar árið 2005. Ég mun hefja nám við Háskóla Ísland haustið 2017 í leikskólakennarafræðum.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Sporðdreki
Hver eru helstu áhugamálin þín? Ég hef mikinn áhuga á bókmenntum en ég dunda mér við skrif á sögum og ljóðum í frítíma mínum
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Sumarbústaðurinn minn á Reykjaströnd í Skagafirði. Því þar er rosa fallegt.
Uppáhaldsmatur? Fetaostur og ólífur


Fullt nafn:Nikolina Tintor
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er frá Króatíu og er menntuð sem leikskólakennari frá háskólanum í Zagreb Í Króatíu en ég lauk próf þaðan árið 2011. Ég hef unnið við leikskóla Hornafjarðar í rúmlega þrjá og mánuði. Ég er gift og á eina dóttur.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Steingeit
Hver eru helstu áhugamálin þín? Ég er gaman af því að baka kökur og brauðmeti t.d. croisants eða í raun allt með hveiti. Ganga, lesa, sunda og eyða tíma með fjölskyldunni minni.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis? Minn uppáhalds staður er Biograd því þar hef ég átt ansi margar góðar stundir með fjölskyldunni minni.
Uppáhaldsmatur? Bara nánast allt t.d. kjöt, grænmeti, súpur, og jafnvel súkkulaði er í miklu uppáhaldi hjá mér.


Á Dropadeild vinna:

Fullt nafn: Íris Björk Óttarsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er 24 ára og fædd og uppalin á Hornafirði. Ég er elst af fjórum systkynum. Hef búið á Höfn allt mitt líf fyrir utan stutt skólastopp á Selfossi og Akureyri. Ég bý núna á Höfn með dóttur minni og kærasta.Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég ætla mér að verða þegar ég verð stór en vonandi kemur það yfir mig bráðlega.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Hrútur
Hver eru helstu áhugamálin þín? Hreyfing er helsta áhugamálið mitt. Ég er með Zumba kennararéttindi og elska að dansa.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Skaftafell hérlendis en Kraká í Póllandi erlendis.
Uppáhaldsmatur? mexíkóskur matur t.d. er Mexíkó súpa í miklu uppáhaldi.


Fullt nafn:Hera Guðmundsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur:Fædd og uppalin vestur á Bíldudal. Hef búið á Höfn síðan árið 1982. Lærði leikskólakennarann við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2009. Hef unnið á Krakkakoti frá opnun leikskólans sem var árið 2001.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Fiskar
Hver eru helstu áhugamálin þín? Ferðalög, bæði innanlands og utan ásamt gönguferðum
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Það er alltaf mjög skemmtilegt að fara vestur á Bíldudal. Erlendis myndi ég segja Noregur því eldri sonurinn býr þar.
Uppáhaldsmatur? Grillað lambalæri


Fullt nafn:Helga Stefánsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd í Árnessýslunni og bý þar til sjö ára aldurs en uppalin á Reykjavík en bý þar til sautján ára aldurs þegar ég flyt á Djúpavog. Árið 1991 flyt ég síðan á Höfn og hef búið hér síðan þá eða í 26 ár.Ég á þrjú börn og sex barnabörn. Ég vann lengi í fiskvinnsluen siðustu sautján ár hef ég starfað hér á leikskólanum en ég hóf störf árið 2000.
Í hvaða Stjörnumerki ertu? Meyja
Hver eru helstu áhugamálin þín? Ég hef sungið í kórum nánast óslitið síðan ég var barn og það er því eitt helsta áhugamálið mitt. Ég hef líka mjög gaman af því að ferðast og eiga stundir með fjölskyldunni.
Uppáhalds staður? Djúpivog er fallegastur en jafnframt finnst mér alltaf gaman að koma til Húsavíkur. Erlendis myndi ég segja Stokkhólmur.
Uppáhaldsmatur? Lambalæri


Fullt nafn: Þórdís Gunnarsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd árið 1996 og bjó á Reyðará í Lóni fyrstu ár lífs míns. Ég hef búið í Noregi og Keflavík, en flutti aftur til Hafnar 2013. Ég mun útskrifast úr FAS í maí 2018.

Í hvaða stjörnumerki ertu? Ég er meyja

Hver eru helstu áhugamálin þín? Mitt helsta áhugamál er hestamennska. Ég hef einnig áhuga á almennri hreyfingu og hollustu.

Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Uppáhaldsstaðurinn minn hérlendis er Lónið. Erlendis er það allir staðir með sól og strönd

Uppáhaldsmatur? Uppáhaldsmaturinn minn er klárlega kjötsúpaÁ Sunnudeild vinna:

Fullt nafn:Guðbjörg Anna Bergsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur ? Móðir fjögurra fjörugra barna. Fædd og uppalin á Hallormsstað. Búin að bralla ýmislegt um ævina.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Bogmaður
Hver eru helstu áhugamálin þín? Líkamsrækt, sakamál, hlátur, og söngur
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? uppáhaldsstaður á Íslandi er að sjálfsögu Hallormsstaðarskógur. Því það er nú langfallegasti staðurinn á landinu.
Uppáhaldsmatur? Allur matur sem amma eldar og þá sérstaklega lifrarbollurnar hennar.

Fullt nafn:Ragna Sif Sigurdórsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd í Reykjavík en uppalin á Egilsstöðum. Ég útskrifaðist af Félagsfræðibraut frá Menntaskólanum á Egilsstöðum vorið 2012. Prófaði svo eitt ár í Sálfræði við Háskóla Íslands.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Krabbi
Hver eru helstu áhugamálin þín? Fimleikar, fjölskyldan, vinir, og að ferðast
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna ? Ég á mér ekki neinn uppáhalds stað en viðurkenni samt að það er alltaf mjög gott og ánægjulegt að fara heim á Egilsstaði.
Uppáhaldsmatur? Lambakjöt og Humar.

Fullt nafn: Anna Lilja Gestsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur: Ég er hornfirðingur í húð og hár, fædd og uppalin hér. ég er fædd 10. september 1995. Ég er gift og á eins árs gamlan son.

í hvaða stjörnumerki ertu? Meyja

Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst lang skemmtilegast að ferðast með fjölskyldunni minni en einnig finnst mér gaman að prjóna, lesa og föndra.

Uppáhaldsstaður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Hornafjörður er minn uppáhaldsstaður því hér líður mér best.

Uppáhaldsmatur? Þykkur hrísgrjónagrautur með rúsínum og lifrapylsu.


Í eldhúsinu vinna:

Fullt nafn: Sigurrós Erla Björnsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Fædd og uppalin á Stöðvarfirði. Flutti á Höfn árið 1982 og gerðist svo bóndi í Suðursveit árið 1985. Flutti svo aftur á Höfn árið 1999. Ég er gift og á fjögur börn og þrjú barnabörn.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Hrútur
Hver eru helstu áhugamálin þín? Söngur, fjölskyldan, útileigur, og vinir
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Stöðvarfjörður finnst mér fallegur staður og þar liggja ræturnar og þaðan á ég margar góðar og skemmtilegar æskuminningar.
Uppáhaldsmatur? Lambalæri með tilheyrandi meðlæti.


Fullt nafn: Vilborg Þórólfsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Fædd og uppalin á Meðalfelli í Nesjum

Í hvaða stjörnumerki ert þú? tvíburunum

Hver eru helstu áhugamálin þín? Fjölskyldan, handavinna og bara allt mögulegt.

Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Á engan sérstakan. Bara Hornafjörður og austur á Hérað, margt fallegt á þeirri leið.

Uppáhaldsmatur? Jólahamborgarhryggur


Fullt nafn: Stefanía Lóa Þórðardóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Öræfingur

Í hvaða stjörnumerki ertu? fiskur

Hver eru helstu áhugamálin þín? Útivera, matargerð, lestur og margt fleira.

Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hver vegna? Bernskuslóðirnar á Hnappavöllum og Grikkland

Uppáhaldsmatur? Allur matur góður


Í ræstingum:

Fullt nafn: Ruza Trivanovic- Rakas
Hver er bakgrunnur þinn? Ég er frá Króatíu og er gift tveggja barna móðir og á auk þess tvö barnabörn.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Krabbi
Hver eru helstu áhugamálin þín? Ganga og vera með ömmubörnunum mínum
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Minn uppáhalds staður er Matijevic í Króatíu. Þar hef ég eytt stærstum hluta ævi minnar með fjölskyldu minni í húsinu okkar sem við byggðum sjálf.
Uppáhaldsmatur? Cevapi og spek.


Yfirmaður stoðþjónustu:

Fullt nafn: Þóra Jóna Jónsdóttir
Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði og hef búið á Höfn frá 15 ára aldri. Ég lauk BA gráðu í þroskaþjálfun frá HÍ. árið 2010 og viðbótar diplómu í sérkennslufræðum árið 2016 frá sama skóla. Ég hef starfað við leikskólana og grunnskóla Hornafjarðar frá árinu 1990. Ég er gift, á tvö börn og eitt barnabarn.
Í hvaða stjörnumerki ertu? Fiskunum
Hver eru helstu áhugamálin þín? Veiðiferðir með ömmustráknum mínum eru mjög ofarlega á vinsældarlistanum ásamt annarri útiveru í guðsgrænni náttúrunni.
Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hvers vegna? Atlavík, Stafafellsfjöll og Lónsöræfin eru náttúruperlur sem eru í þremur efstu sætum hjá mér vegna einstakrar fegurðar og veðráttu.
Uppáhaldsmatur? Mér finnst grillað lambafille, grillaður humar og Sous vide hrossalund matur sem ég myndi bjóða forsetanum upp á.


Aðstoðarleikskólastjóri:

Fullt nafn: Elínborg Hallbjörnsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur?

Í hvaða stjörnumerki ert þú?

Hver eru helstu áhugamálin þín?

Uppáhaldsstaður hérlendis eða erlendis og hvers vegna?

Uppáhaldsmatur?


Leikskólastjóri:

Fullt nafn: Maríanna Jónsdóttir

Hver er þinn bakgrunnur? Ég er fædd í Reykjavík 1979. Ég ólst upp í Suðursveit. Ég er leikskólakennari. Tók fyrsta stig í klassískum söng, tók landvarðaréttindi 2010, ég er miðjubarn, náttúrubarn. Ég á einn son, Jón Þormar, og tvö stjúpbörn, Jóhann Már og Evu Rut. Ég er í sambúð með Karli Jóhanni Guðmundssyni.

Í hvaða stjörnumerki ertu? Ljóninu

Hver eru helstu áhugamálin þín? Ferðalög, söngur, tónlist, bókalestur(en hætti fljótt ef bókin fangar mig ekki J, vera með vinum og fjölskyldu, fara í leikhús, innanhúshönnun, garðyrkja og kynnast nýju fólki og menningu annarra landa.

Uppáhalds staður hérlendis eða erlendis og hver vegna? Suðursveit – fallegur staður, gott fólk og þar liggja rætur mínar og mér þykir vænt um þennan stað. En erlendis er það Kambódía – ólík menning, allt svo nýtt og framandi, bara ólýsanlegt, fannst mikið sjokk að fara þangað og sjá alla fátæktina sem er í landinu. Einnig fannst mér æðislegt að fara til Ástralíu og kynnast menningunni þar - allir svo glaðir og risa stórir matarskammtar :) Þvílík náttúrufegurð, heitt og gaman að kafa.

Uppáhaldsmatur?Humar í raspi að hætti Kalla míns og plokkfiskurinn hans.