Leikskólinn Sjónarhóll var stofnaður árið 2018 þegar leikskólarnir Lönguhólar og Krakkakot voru sameinaðir. Húsnæði skólans er nýtt og eru deildirnar vel útbúnar. Í skólanum eru sex deildir sem allar hafa tvö leikherbergi, sinn eigin fataklefa og baðherbergi. Auk sex deilda er bókasafn, tónlista- og vísindaherbergi, listastofu og sal sem nýttur er bæði sem matsalur fyrir eldri börn leikskólans og íþróttasalur fyrir öll börn. Leikskólinn hefur stóran garð sem skipt er í tvö svæði: minni garð fyrir yngri börn og stóran garð fyrir eldri börn. Í garðinum er að finna mörg leiktæki og leikföng. Stærri garðinum er hægt að skipta upp í tvö minni svæði með girðingu. Aðstæður í leikskólanum öllum eru mjög góðar.