Leikskólinn Sjónarhóll er opinn alla virka daga frá kl. 7:45-16:15. Leikskólinn lokar kl 16:15 og því mikilvægt að foreldrar séu komnir fyrir þann tíma, þar sem starsfólk vinnur ekki lengur en til korter yfir.

Deildirnar opna og loka tvær og tvær saman og fá foreldrar upplýsingar frá sínum deildarstjóra á hvaða deild skal mæta með barnið, mæti það fyrir kl 8 á morgnanna og hvert skal sækja ef sótt er eftir kl 16. Námskeiðis og skipulagsdagar leikskólans eru 6 á hverju skólaári. Yfir sumartímann er leikskólinn lokaður í 4 vikur.