news

Bóndadagurinn 2020

24 Jan 2020

Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur á Sjónarhóli í dag. En byrjaði dagurinn með að pabbar og afar komu í heimsókn. Boðið var upp á morgunmat og hákarl, opið var á milli deilda og mismunandi í boði á hverjum stað og áttu börnin huggulega stund með pöbbum og öfum sínum.

Sameiginlega samveran var með fjörugari sniðinu í dag en byrjuðum við á að syngja þorralög og enduðum á balli svaka stuð!! Í hádeginu var haldið þorrablót þrír elstu árgangarnir borðuðu saman með jafnöldrum sínum á langborði og yngri börnin borðuðu inn á deildunum sínum, boðið var upp á grjónagraut og þorramat.

Í vikunni hafa börnin vera að fræðast um Þorrann á fjölbreyttan hátt og var útfærslan mismunandi eftir aldri barnana. Við höfum öll verið að smakka þorramat á hverjum degi sem hefur fallið mis vel í kramið hjá börnunum :)
Sungin hafa verið gömul og ný Þorralög og hafa þau verið að vinna að ýmsum verkefnum í listastofunni tengd Þorranum.

Í vikunni fengum við einnig góða heimsókn en það voru börnin í 2. bekk og þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Í næstu viku er svo tannverndarvika þar sem við fræðumst um tannvernd.

Góða helgi