news

Hand- fóta- og munnsjúkdómur

05 Des 2018

Kæru foreldrar, nokkur börn hafa verið að fá hand- fóta- og munnsjúkdóm, en það er smitandi veiru sjúkdómur sem herjar á börn. Börn eiga ekki að vera í leikskólanum þegar þau eru með hann. Einkenni eru blöðrur í koki, á lófum og iljum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur og gengur yfir af sjálfum sér. Á meðan blöðrur eru til staðar er smithætta og því eiga börn ekki að vera í leikskólanum með þær. Bestu kveðjur Maríanna