news

Skipulag næstu vikna

16 Mar 2020

Sælir kæru foreldrar/ Dear parents,

Sendur var póstur á alla foreldra fyrr í dag um fyrirkomulagið sem verður hjá okkur næstu vikur. Getið þið einnig lesið póstinn hér að neðan.

Viljum við impra aðeins á nokkrum spurningum sem við höfum verið að fá í dag og aðalatriðunum í skipulaginu á deildunum:

  • Að svo stöddu verður leikskólinn opinn frá 07:45 - 16:15 og því engin skerðing á opnuninni, en við eigum þó eftir að sjá hvernig okkur gengur með þrif á leikföngunum og verður þá látið vita ef einhverjar breytingar verða á.
  • Deildarnar verða aðskildar og enginn samgangur á milli þeirra á meðan þessu stendur.
  • Foreldrar geta komið á sínum tíma með börnin í leikskólann og teljum við að þau dreifist betur þar sem við erum með þrjá innganga, búið er að setja spritt í fataklefana
  • Garðinum verður skipt upp í þrennt og verða deildarnar einungis með sinni deild úti á hverju svæði og því aðeins þrjár deildir úti í einu en þó fara allir út á hverjum degi og vonum að veðrið muni leika við okkur :)
  • Fjórar yngri deildarnar borða inn á deildunum sínum.
  • Blómadeild og Stjörnudeild borða morgunmat og kaffitíma inn á deildunum sínum en skiptast á að nota salinn í hádegismatnum og þrifið verður á milli
  • Blómadeild og stjörnudeild skiptast á að nota salinn fyrir leik barnana
  • Tónlistar og vísinda herbergið verður nýtt fyrir stoðþjónustu hjá Blóma- og Stjörnudeild
  • Viljum við biðja ykkur að fylgjast vel með hér á vefnum og í tölvupóstinum

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður skólastarf með öðrum sniði en venjulega má þar nefna enginn samgangur verður á milli deilda. Útiveran verður með öðru sniði þar sem börnin fara einungis með sinni deild út, garðinum verður skipt upp í þrjú svæði og geta því þrjár deildir verið úti í einu. Starfsfólk mun leggja sitt af mörkum til að starfið verði sem hefðbundnast og hefur það unnið að skipulagningu í dag. Einnig höfum við verið að takmarka dót á deildum þar sem þrif þurfa að vera á leikföngum daglega, gott væri ef þið vilduð undirbúa þau fyrir morgundaginn með því að láta þau vita af þessum breytingum. Við viljum biðja ykkur að vera ekki að koma inn á deildarnar af óþörfu og spritt verður til staðar í inngöngum.

Engir utan að komandi aðilar koma í leikskólann, þ.m.t. talmeinafræðingur, sálfræðingur og ljósmyndarinn sem var væntanlegur í næstu viku. Eins erum við ekki að fara í neinar heimsóknir t.d. íþróttahús og grunnskólaheimsóknir en vonum að veðrið verði gott til að við komumst í göngutúra með börnin.

Dótadagurinn sem átti að vera á miðvikudaginn fellur niður, sem og viljum við biðja ykkur að vera ekki að senda þau með dót að heiman í leikskólann, nema ef þau þurfa að hafa það í svefninum og sem öryggistæki.

Eins og kom fram á stöðufundi hjá Almannavörnum í gær þá var biðlað til forráðamanna sem hefðu tök á að halda börnunum sínum heima á meðan þessu stendur. Viljum við því biðla til ykkar ef það eru einhverjir sem hafa tök á því að hafa börnin sín heima að gera það. Við viljum minn á mikilvægi þess að merkja í Karellen ef börnin eru ekki að koma og/eða senda á leikskólastjóra/aðstoðar leikskólastjóra til að fá niðurfellingu á fæði.

Þar sem mikilvægt er að leikskólinn sé opinn, vilum við biðla til ykkar að ef börnin ykkar eru með einhver einkenni veirunnar eða almennt veik að halda þeim heima svo þau smiti ekki önnur börn eða starfsfólkið.

Vonum að við munum eiga gott samtarf eins og áður á meðan þessu stendur.


In light of the situation in our community the curriculum will be a bit different than usually, for example the Deildir (sections) will not mix in any way - the children will only stay with the kids in their deild/section. Playing outside will also be different and deildir/section will go separately outside and the garden will be sectioned off in three sections, so three deildir/sections can be outside at the same time. Our staff and teachers will do all they can to make sure the curriculum can be followed as normally as possible and we have been working at organizing everything today. We have also reduced toys in each deild/section since we will be washing everything thoroughly every day. It would be nice if you try to prepare your kids as much as possible for these changes, before they come tomorrow. We also ask that parents don't enter the classroom/section, if possible, and we want you to know that hand sanitizer will be available for you where you enter and leave the kindergarten.

No "outsiders" will have access to the kindergarten, therefore there will be no visits from the speech therapists, psychiatrists or the planned photographer that was supposed to come next week. The photoshoot will be rescheduled. We will not be going on any visits, for example to the gymnasium or the Grunnskóli. We hope that if the weather is good we can go on walks with the children.

The toy day that was scheduled on Wednesday is cancelled, and we want to ask you to not let them bring any toys from home - unless its something they need to have while they sleep and find necessary comfort in.

At a meeting yesterday Almannavarnir (e. civil protection) pleaded to parents that are able to keep their kids at home to do so, while this is happening. We therefore ask you to keep your kids at home, if its possible. Its also really important to notify us if your children are not coming and mark them absent on Karellen. If you notify us we can cut down the food payment.

Since its important that the kindergarten stays open, we want to ask you to keep your children at home if they are sick or show any symptoms of Covid19, so they don't infect other children or our staff.

We hope we can all work and get through this situation together.

Virðingafyllst/ Best wishes,

Elínborg (elinborgh@hornafjordur.is) & Svava Kristín (svavakristin@hornafjordur.is)