news

Viltu koma að vinna í leikskólanum?

21 Nóv 2018

Leikskólakennari eða leiðbeinandi

Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum til starfa

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.

Æskilegt er að viðkomandi hafi:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærilega uppeldismenntun.

  • Reynslu af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum

  • Lipurð og sveigjanleika í samskiptum

  • Frumkvæði í starfi og faglegan metnað

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Góða íslenskukunnáttu

Leikskólinn Sjónarhóll er sex deilda leikskóli sem staðsettur er á Höfn í Hornafirði. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum.

Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 12. desember næstkomandi

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið mariannaj@hornafjordur.is.