Nauðsynlegt er að hafa öll aukaföt sem óskað er eftir í skáp fyrir ofan hólf barns. Það getur komið fyrir öll börn að þau blotni í leikskólanum og þá er nauðsynlegt að geta sótt hrein og þurr föt í skápinn.

Hér er listi yfir það sem þarf að vera í skáp barnsins:

Best er að hafa tvennt af öllu.

Nærföt/Samfellur – oft gott að hafa fleiri aukalega þegar barn er að venjast því að vera bleyjulaust.

Sokkar/Sokkabuxur

Bolir/Peysur

Buxur

Í hólfinu geymir barn útifötin sín. Það fer eftir veðri hvað skal vera í hólfinu:

Innanundir föt: Þykk peysa og utanyfir buxur (t.d. flísbuxur eða ullarbuxur)

Húfa

Ullarsokkar

Vettlingar (gott að hafa fleiri en eitt par, á sumrin þurfa þau þunna vettlinga og á veturnar þykka).

Regngalli

Regnvettlingar

Kuldagalli

Skófatnaður (fer eftir veðri, strigaskór, kuldaskór, stígvél).

Íslenskt veður breytist hratt og því mikilvægt að hafa úrval af fötum í hólfinu t.d. vera með regngalla ávalt í hólfinu því við vitum aldrei hvenær byrjar að rigna.

Mikilvægt er að merkja öll föt barnsins. Til eru vefsíður sem hjálpa við merkingar á fötum t.d. www.rogn.is og www.mynametags.com.

Við biðjum ykkur að tæma hólfin fyrir öll frí og á föstudögum svo hægt sé að þrífa þau vel.