Á leikskólanum er hvíld og svefn eftir hádegismat. Þau börn sem ekki fara að sofa fara í hvíld eftir matinn, þar er lögð áhersla á slökun og gjarnan lesið eða hlustað á hljóðbók. Sofandi börn sofa í innra herbergi á deildum á dýnum með sængur og kodda.

Við teljum mikilvægt að börn fái hvíld yfir daginn hvort sem þau sofa eða ekki, til þess að tryggja að þau fái einhverja slökun yfir daginn sem er oft fullur af uppákomum og dagskráliðum.