news

Páskafréttir

16 Apr 2019

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir erum við búin að vera föndra mikið fyrir páskana og flest börn búin að fá skrautið sitt heim. Í síðustu viku fórum við í göngutúr og tókum með okkur banana í nesti. Krökkunum fannst voða spennandi að fá að labba "leynigöngin" á bakvið kirkjubrautina og enda á leikvellinum og borða banana. Hópastarf er komið í páskafrí en við höfum nýtt tímann í páskaföndur en einnig tekið Lubba samveru.

Í söngsamveru höfum við verið að syngja til dæmis: Fiskana tvo, Indjánalagið, Tröllalögin, Pétur slær með einum hamri, Krummalög, Dropalagið, Litlalagið, Puttalagið, Á sandi byggði, Kolakassann.

Og einnig viljum við minna á að það er starfsdagur hjá leikskólanum 26.apríl.

Við viljum óska ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njótið ykkar vel í fríinu.

Kveðja starfsfólk Skýjadeildar.