news

Vikufréttir af Skýjadeild

08 Mar 2019

Komið þið sæl

Þessi vika er búin að vera viðburðarrík, enda innihélt hún Bolludag, Sprengidag og Öskudaginn sjálfan. Á Bolludag fengum við að sjálfsögðu rjómabollur sem runnu ljúft niður hjá langflestum. Á Sprengidag fengum við samkvæmt hefðinni saltkjöt og baunir. Öskudagur var að vanda fjörugur. Við vorum mikið með opið á milli deilda, héldum ball og horfðum á mynd í lok dagsins.

Í hópastarfi höfum við verið í Lubba þar sem stafur vikunnar er R, lesin sagan um R og spjallað út frá henni. Farið var í listastofuna og börnin stimpluðu og máluðu á blað. Hreyfing var í salnum, þar sem leikið var í allskonar hreyfimátum og slökun og teygjur á eftir.

Við sendum ykkur bestu kveðjur og vonum að þið eigið góða helgi.