news

Janúar

21 Jan 2019

Góðan dag

Í dag byrjaði Þorravika og er margt á dagskrá í vikunni m.a fræðast um Þorrann og gömlu tímana og smakka Þorramat, Í dag skoðuðum við þjóðbúningana, skjaldamerkið og töluðum um landvættina. Einnig fengu þeir sem vildu að smakka súra hrútspunga.

Vil minna á Bóndadagskaffið á föstudaginn milli 8 - 9:30

Þorrablótið hefst svo klukkan 10 í salnum

Hér er listi yfir þau lög og þulur sem við erum að læra þennan mánuðinn:

 • Krummi krunkar úti
 • Krummi svaf í Klettagjá
 • Þorraþrællinn
 • Á Sprengisandi
 • Mér er kalt á tánum
 • Nú er úti Norðanvindur
 • Í Hlíðarendarkoti
 • Á Þorrablóti er gleði og gaman
 • Frost er úti fuglinn minn
 • Ausutetur
 • Krumminn á skjánum

Þar sem það er mikil hálka í garðinum væri mjög gott að koma með brodda þ.e ef börnin eiga.

Bestu kveðjur

Starfsfólk á Stjörnudeild