Leikskólinn Sjónarhóll stendur við Kirkjubraut 47 á Höfn og er 6 deilda leikskóli. Leikskólinn samanstendur úr tveimur eldri leikskólum en formleg sameining varð þann 1. apríl 2017. Leikskólarnir sem áður voru hétu Lönguhólar og Krakkakot. Leikskólinn Lönguhólar var byggður árið 1979, árið 1992 var viðbygging byggð við og starfsmannarými árið 2010. Leikskólinn Krakkakot hóf störf 15. janúar 2001 og var vígður 25 sama mánaðar. Leikskólinn var tveggja deilda til að byrja með en frá vori 2013 þriggja deilda eftir að byggt var við hann.

Leikskólinn Sjónarhóll starfar eftir menntastefnu Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Aðalnámskrá leikskóla (2011). Leikskólinn er umhverfisvænn og leggur áherslu á að flokka og endurvinna.

Á leikskólanum starfar fjölbreyttur hópur fólks, t.d. leikskólakennarar, þroskaþjálfi, starfsmaður með B.S. í sálfræði, þrír leikskólakennaranemar, einn nemi í þroskaþjálfafræði og svo eru nokkrir aðrir starfsmenn í öðru framhaldsnámi. Síðan en ekki síst starfar hópur af ófaglærðu fólki á leikskólanum og saman vinnum við vel sem hópur með sömu markmvið að leiðarljósi.