Kæra barn og kæru foreldrar, hjartanlega velkomin í leikskólann Sjónarhól. Hér fáið þið smá upplýsingar um leikskólann og starfið okkar. Hér er hægt að nálgast Foreldrahandbók leikskólans sem inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar. Hér er hlekkur á menntastefnu Sveitarfélagsins, sem við störfum eftir:
http://www.hornafjordur.is/media/stefnur/Menntastefna_web.pdf

Allar aðrar upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu okkar. Öll börn fá aðgangsorð fyrir foreldra til þess að komast inn á innri vef heimasíðunnar og inn í smáforritið Karellen sem hægt er að sækja fyrir farsíma eða iPad. Við bendum foreldrum á að vera dugleg að skoða síðuna, sér og börnunum til skemmtunar og einnig til að fylgjast með starfi leikskólans. Á síðuna koma ýmsar fréttir, upplýsingar og myndir af starfinu. Á innrasvæðinu og í forritinu geta foreldrar tekið á móti og sent skilaboð, móttekið myndir og fylgst með hvernig barnið þeirra borðaði og svaf (ef það á við) yfir daginn.

Í leikskólanum Sjónarhóli eru sex deildir: Sunnudeild, Dropadeild, Mánadeild, Skýjadeild, Stjörnudeild og Blómadeild. Á Sunnudeild er yngstu börnin og á Blómadeild þau elstu. Elstu börnin verða sex ára á því ári sem þau útskrifast frá okkur. Hin börnin raðast á deildar að mestu eftir aldri og plássi.

Allar deildir skólans eru vel útbúnar og eru fataklefar við hverja deild. Hvert barn á sitt hólf og skáp fyrir ofan hólfið. Í hólfinu geymir barn útiföt, innanundirföt sín og skófatnað. Í skápnum fyrir ofan hólfið geyma börn aukaföt sem kann að vanta ef eitthvað skyldi blotna. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi aukaföt í skápunum og séu duglegir að fylla á þegar vantar. Það getur komið fyrir öll börn að þau blotni, t.d. helli niður á sig eða blotni í útiveru. Mikilvægt er að öll föt barnsins séu merkt, líka skófatnaður og nærföt. Tvennt af öllu ætti að nægja (bolir, buxur, nærföt og sokkar) en hugsanlega þarf að hafa meira af nærfötum og buxum þegar venja á barn af bleyju. Á föstudögum (og þegar farið er í frí) eru foreldrar beðnir um að tæma hólfin svo hægt sé að þrífa þau. Foreldrar eru einnig beðnir um að geyma tösku/poka heima þar sem þetta tekur mikið pláss í hólfunum.

Starfið í leikskólanum er fjölbreytt en við leggjum áherslu á að kenna börnum færni í gegnum leik. Meðal þeirra námsaðferða sem við notum eru markviss málörvun, lubbastundir, numicon og önnur stæðrfræðiefni. Mismunandi er eftir aldri barnanna í hvað er farið, hversu lengi og hvað oft. Með yngri börnunum er lögð áherslu á að læra í gegnum könnunarleik. Hann felst aðalega í því að börn uppgötvi sjálf í gegnum leik með fjölbreyttan opin efnivið. Við erum virkir þátttakendur í verkefninu leið til árgangurs ásamt Grunnskóla Hornafjarðar. Við erum heilsuleikskóli og leggjum áherslu á útiveru. Þá fær elsti árgangur að hverju sinni fasta tíma í íþróttahúsi Hafnar einu sinni í viku.

Leikskólinn er opinn frá 7:45-16:15 og býður upp á fjórar máltíðir á hverjum degi: morgunmat, ávaxtabita, hádegismat og síðdegishressingu. Allur matur kemur úr eldhúsi leikskólans og tekið er tillit til fæðuofnæmis, en skila þarf vottorði til deildarstjóra ef barn þarfnast sérstaks fæðis. Hægt er að finna upplýsingar um hádegismatseðil á heimasíðu skólans og í Karellen smáforritinu. Á vorin fara elstu börn leikskólans í útskriftarferð með starfsmönnum. Um er að ræða dagsferð út fyrir bæinn þar sem fundinn er góður staður fyrir leik og gleði. Leikskólinn sér fyrir því að allir fái að borða í þessum ferðum.

Á afmælisdegi barnanna er svokallaður afmæliskassi tekinn fram. Í kassanum eru allskyns leikir, sögur og fleira sem afmælisbarnið velur úr. Þá er haldin afmælissamvera sem snýst öll um afmælisbarnið. Barnið fær afmæliskórónu á leikskólanum og afmæliskveðjuskjal frá leikskólanum. Kórónuna tekur barnið með sér heim í lok dags en skjalið fer í ferilmöppu barnsins sem fer heim við útskrift þess.

Leikskólagjöld eru mánaðarleg og borguð fyrirfram. Greiðuseðlar koma í heimabanka foreldris, mánaðarlega. Aukalega borga öll börn 2500 kr á hverju ári í Ferða- og skemmtisjóð barna. Mælst er með að greitt sé að hausti í foreldraviðtali. Einungis er hægt að borga þessa upphæð með peningum og tekur hver deild við upphæðinni og skráir hjá sér að viðkomandi sé búinn að borga.

Að lokum viljum við ítreka við foreldra að þau eru ávalt velkomin í heimsókn og að fylgjast með starfinu og því sem barnið þeirra er að gera. Þá er einnig hægt að óska eftir viðtalstímum hjá deildarstjórum hvenær sem er.

Það er einlæg von okkar að barninu/börnum ykkar eigi eftir að líða vel hér á Sjónarhóli.

Með kveðju og ósk um gott samstarf, starfsfólk Leikskólans Sjónarhóls.