news

Fjörugir dagar og brakandi blíða

02 Júl 2021

Það hefur verið líf og fjör hjá okkur síðustu tvær vikur og veðrið hefur aldeilis leikið við okkur. Í síðustu viku fóru allar deildir í ísferð og hluti fór í óvissuferðir. Seinnihlutinn fór svo í þessari viku. Allar deildarnar nutu sín í nærumhverfinu okkar sem er svo frábært og hægt að gera ótal skemmtilega hluti í göngufæri fyrir börnin. Elstu deildarnar tóku með sér prímus og poppuðu úti í náttúrunni ásamt því að fara í leiki og búa til listaverk. og poppað úti í náttúrunni. Við héldum svo Sumar – humarhátíð þar sem börnin mættu í búningum og allskonar leikir og þrautir voru í garðinum. Við enduðum svo hátíðina á því að grilla hamborgara úti.

Á miðvikudaginn var sulludagurinn okkar og settum við upp rennibraut á hólnum, úðarinn fór í gang, sullukörin voru sett út og hægt var að kasta vatnsblöðrum. Ekki var hægt að sjá hvor skemmtu sér betur börnin eða starfsfólkið.

Nú þegar síðasta vika fyrir sumarfrí er að skella á langar okkur að biðja ykkur að láta vita ef börnin eru í fríi svo að eldhúsið geti gert viðeigandi ráðstafanir svo ekki verði mikil matarsóun þegar leikskólinn fer í sumarfrí.