news

Kiwanisklúbbur Ós afhendir gjafir!

06 maí 2022

Í fimmtudaginn 5. maí síðasliðinn afhentu félagar frá Kiwansiklúbb Ós leikskólanum frábærar gjafir: brunabíl og hús sem bæði eru leiktæki í garðinn. Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri tók formlega við leiktækjunum og viðstödd voru ýmsir leikskólastarfsmenn og börn á leikskólanum. Að sjálfsögðu vildu börnin strax spennt byrja að leika sér en fyrst þarf að koma tækjunum upp! Það er ljóst að þessi leiktæki munu slá í gegn.

Við þökkum kærlega fyrir þessar rausnarlegu gjafir og hlökkum mikið til að geta byrjað að nota þær!

Staddir félagar voru Stefán Brandur forseti Kiwanisklúbbnum Ós, Sigurður Einar ritari, Pétur, Jón Áki, Diðrik, Álfgeir og Kristjón (Jonni).