news

Ljósmyndari frá Myndasmiðjunni

28 Apr 2021

Ljósmyndari frá Myndsmiðjunni Egilsstöðum ehf. verður í skólanum 04. og 5. maí nk. og verða þá teknar hópmyndir á öllum deildum. Þriðjudag 4. maí verða myndir teknar Blómadeild, Stjörnudeild og Mánadeild, miðvikudag 5. maí verða teknar myndir á Skýjadeild, Dropadeild og Sunnudeild. Eftir hópmyndatöku er foreldrum boði að fá teknar einstaklingsmyndir af börnunum. Frjálst val er um kaup á hópmynd en þeir sem panta einstaklingsmyndatöku skuldbinda sig til að kaupa a.m.k. eitt sett af myndum með hópmynd.

Athugið: Sala á myndunum fer fram á læstum síðum á www.mynd.is fljótlega eftir að myndir eru teknar. Lykilorð verður sent á forráðamann í tölvupósti.

Frekari upplýsingar eru á blaðinu sem að forráðamenn fá heim.